Bráðaskólinn byggir á þeirri hugmyndafræði að verkleg þjálfun sé forsenda þess að fólk geti beitt þekkingu sinni í bráðaaðstæðum. Þeir sem að Bráðaskólanum standa hafa um árabil kennt og þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í viðbrögðum við bráðaaðstæðum og í sérhæfðri endurlífgun. Þennan bakgrunn og þessar kennsluaðferðir nýtir Bráðaskólinn við kennslu almennings og fagfólks.
Námskeið plönuð á haustönn 2020: ,,LOST Í LOSTI,, nýtt 8 klst námskeið, sérsniðið að þörfum heilbrigðisstarfsfólks sem er m.a með monitoring, EKG, vöktun bráðveikra , herminám og við bráðaaðstæður, o.f.l. Bráðasvæfingar og loftvegameðferð fyrir fagfólk 9 klst haldið reglulega.
Bráðaskólinn mun leggja niður starfsemi sína á haustmánuðum eftir tæplega 10 ára fjölbreytilega kennslu. Við horfum stolt tilbaka á öll verkefnin, uppbygging hermináms á Íslandi, fjölbreytt námskeið allt frá skyndihjálp til sérhæfðra námskeiða með okkar flottustu sérfræðingum á hinum ýmsu sérsviðum. Síðast en ekki síðst Þakkir til alla okkar frábæru leiðbeinanda og þátttakanda (um 8000) sem fylgdu okkur á þessari vegferð. Við segjum bara TAKK TAKK fyrir okkur.
Kæru viðskiptavinir. Við eigum nokkur ókláruð námskeið eftir en áður en við hættum reynum að setja upp Lost í Losti og Loftveganámskeiðið vinssæla fyrir ykkur...dagsetningar koma á facebook.....umsókn á mail:bradaskolinn@bradaskolinn.is
Fréttir
Bráðaskólinn hefur fest kaup á SIM MAN og mun hefja herminám fljótlega.
Árið 2019 hefur aldeilis verið kennsluríkt. Kennd voru 35 námskeið.
Um 600 þátttakendur sóttu námskeið okkar sem voru frá 3-9 klst löng.
Námskeiðin voru bæði sérsniðin að þörfum fyrirtækja, skyndihjálp og herminám t.d fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og skurðstofur í Glæsibæ en einnig sérhönnuð námskeið eins og Loftveganámskeið og LOST Í LOSTI nýja 8klst sepsis námskeiðið okkar. Ýmis fyrirtæki voru sótt heim má þar nefna m.a Icelandair Hotels, Strendlingur og KSI, Við heimsóttum einnig börn á Akranesi.
Vinnubúðir á NOKIAS, alþjóðleg svæfingar-og gjörgæsluráðstefna var einn hápunktur. Þar vorum með okkur fjöldi frábærra lækna og hjúkrunarfræðinga sem aðstoðuðu okkur við vinnubúðir. Það sem stendur upp úr á árinu er hversu frábærar móttökur/þátttöku við fengum og fagfólk fram í fingurgóma hvert sem komið var. Sérstakar þakkir fá okkar frábæru leiðbeinendur, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningamenn/paramedicer og læknar að kenna með okkur en án YKKAR væru þessi verk ekki gerleg. TAKK TAKK TAKK..
Við hlökkum til að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni strax á komandi ári.