Bráðaskólinn byggir á þeirri hugmyndafræði að verkleg þjálfun sé forsenda þess að fólk geti beitt þekkingu sinni í bráðaaðstæðum. Þeir sem að Bráðaskólanum standa hafa um árabil kennt og þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í viðbrögðum við bráðaaðstæðum og í sérhæfðri endurlífgun. Þennan bakgrunn og þessar kennsluaðferðir nýtir Bráðaskólinn við kennslu almennings og fagfólks