Leiðbeinendur

Ásgeir Valur Snorrason,- hjúkrunarfræðingur MSc, sérfræðingur í svæfingahjúkrun, starfar á svæfingardeild E-5, LSH, stundarkennari í HI. Námskeiðsstjórn og leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun I og II  sem og sérhæfðri endurlífgun barna frá Evrópska endurlífgunarráðinu, leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp (RKÍ), leiðbeinendaréttindi í herminámi (5th European Simulation Course) og Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2013. Lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna II (European Pediatric Live Support) árið 2011 og kennsluréttindum í sérhæfðri endurlífgun barna I og II árið 2013. Course Director Course 2017 á vegum SAFER og GAMES. Leiðbeinandi og fyrirlestrar á öllum námskeiðum Bráðaskólans.

Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir,- gjörgæsluhjúkrunarfræðingur, starfar á gjörgæsludeild E-6, LSH og verkefnastjóri endurlífgunarmála LSH (frá 2008-1013). Námskeiðsstjórn og leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun I og II frá Evrópska endurlífgunarráðinu, leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp (RKÍ), lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna II (European Pediatric Live Support) árið 2011 og Paediatric Basic 2013. Lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2013 og öðlaðist leiðbeinendaréttindi í herminámi. Course Director Course 2017 á vegum SAFER og GAMES. Leiðbeinandi og fyrirlestrar á öllum námskeiðum Bráðaskólans.

Anna Harðardóttir,- hjúkrunarfræðingur, starfar á gjörgæsludeild E-6, LSH, leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun I og II frá Evrópska endurlífgunarráðinu, Lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna II (European Pediatric Live Support) árið 2011, verðandi leiðbeinandi. Lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2014. Leiðbeinandi á Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum og fl.

Sigrún Guðný Pétursdóttir,- hjúkrunarfræðingur, starfar á slysa og bráðamóttöku LSH.
Leiðbeinandi í skyndihjálp (RKI), yfirleiðbeinandi í Fyrstu hjálp hjá  Björgunarskóla Landsbjargar. Lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna II (European Pediatric Live Support) árið 2013. Lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2014. Leiðbeinandi á ýmsum Bráðahjálpar námskeiðum.

Áslaug Nanna Ingvadóttir,- hjúkrunarfræðingur  starfar á gjörgæsludeild E-6, LSH, Basic Live Support leiðbeinandi á LSH, leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun I frá Evrópska endurlífgunarráðinu, Lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna II (European Pediatric Live Support) árið 2011. Lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2014. Leiðbeinandi á Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum og fjölda annara Bráðahjálpa námskeiða.

Steingerður Anna Gunnarsdóttir,- Meltingarsérfræðingur. Steingerður útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1996 og fékk almennt lækningaleyfi árið 1997.  Hún vann á lyflækningadeild og svæfingadeild LSH þar til hún fór út í sérnám árið 2000 á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð.  Steingerður var í 3 ár í sérnámi í lyflæknisfræði og 3 ár í meltingarlæknisfræði og starfaði í 1 ár sem sérfræðingur í meltingarlækningum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu.  Samhliða sérnáminu vann hún í doktorsverkefni og varði doktorsritgerð við Háskólann í Gautaborg 2008. Hefur starfað frá 2007 í Læknasetrinu með stofu og gerir þar meltingarfæraspeglanir og hefur einnig starfað í hlutastarfi sem sérfræðingur á bráðamóttöku LSH í Fossvogi.  Starfar í hlutastarfi viðHeilbrigðisstofnun Suðurnesja. Námskeiðsstjórn og leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun I og II frá Evrópska endurlífgunarráðinu

Valur Freyr Halldórsson,- Slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar síðan 2002. Neyðarflutningamaður i sjúkraflugi fyrir FSA og SA frá 2005. Nemur hjúkrunarfræði við HI á Akureyri. Leiðbeinandaréttindi í sérhæfðri endurlífgun I og II frá Evrópska endurlífgunarráðinu. Leiðbeinandi 4. árs hjúkrunarnema við HI á Akureyri, leiðbeinandi sjúkraflutningaskóla FSA síðan 2006, leiðbeinandaréttindi í skyndihjálp frá 2007

Einar Örn Einarsson,- Svæfingalæknir, lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2014. Leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við heilaáföllum og fl.

Haukur Hjaltason,- Taugasérfræðingur, leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við heilaáföllum.

Ingvar H. Ólafsson,- Heila- og taugaskurðlæknir, leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við heilaáföllum.

Ólafur Thorarensen,- Sérfræðingur í  taugasjúkdómum barna, leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við heilaáföllum.

Gunnar Auðólfsson,- Lýtalæknir, leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum.

Hilmar Kjartansson,-  Yfirlæknir Bráðasviðs LSH, leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum.

Kristinn Sigvaldason,- Yfirlæknir gjörgæsludeildar E-6, LSH, leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum og leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við heilaáföllum.

Lovísa Baldursdóttir,-  Klínískur sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun, leiðbeinandi og fyrirlestrar á Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum.

Heiða Björk Birkisdóttir,- Hjúkrunarfræðingur, starfaði á gjörgæsludeild E-6, LSH, frá 2009-2014. Starfa nú á Heilsugæslunni í Mjódd. Leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun I og II frá Evrópska endurlífgunarráðinu. Lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2014. Leiðbeinandi á Bráðahjálp við heilaáföllum.

 

Hildur Dís Kristjánsdóttir,- Hjúkrunarfræðingur, starfaði á gjörgæsludeild E-6, LSH, frá 2009-2014. Starfar nú á Vöknun. Leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun I og II frá Evrópska endurlífgunarráðinu. Lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2014. Leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp (RKÍ). Leiðbeinandi á Bráðahjálp við heilaáföllum og fl.

Elísabet Árnadóttir,- gjörgæsluhjúkrunarfræðingur, starfar á gjörgæsludeild E-6, LSH Lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna II frá Evrópska endurlífgunarráðinu og lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna II (European Pediatric Live Support), lauk Train The Trainer leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2014. Leiðbeinandi á Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum.