Bráðanámskeið fyrir almenning og fagfólk

Bráðanámsskeið eru sérhönnuð af Bráðaskólanum og styrkleiki þeirra og megin einkenni er að þau fela í sér mikla verklega þjálfun í fámennum hópum. Leiðbeinendur Bráðaskólans hafa við gerð þessara námsskeiða byggt á kennsluaðferðum sem notaðar eru við sérhæfða þjálfun heilbrigðisstétta og eru lagðar til grundvallar í herminámi og kennslu í sérhæfðri endurlífgun.

Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá Bráðaskólanum.