Bráðahjálp barna fyrir hjúkrunarfræðinga: 8 klst

Bráðahjálp barna fyrir hjúkrunarfræðinga/nema er námskeið hannað af Bráðaskólanum fyrir hjúkrunarfræðinga þar sem kennsla er í samræmi við þarfir og þekkingu.
Fjallað er um helstu dánarorsakir barna og forvarnir. Farið er yfir líkamsbyggingu barna og fjögur skref skyndihjálpar. Þá er kennd og þjálfuð fyrsta skoðun barna og kornabarna (öndunarvegur, öndun, blóðrás, meðvitundarmat og líkamsmat). Fram fer kennsla og þjálfun í grunnendurlífgun ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja. Þjálfuð eru viðbrögð við bráðatilfellum, þ.á.m. drukknun, losun aðskotahlutar, slysum, bráðaofnæmi, krömpum, sykursýki o.fl. Farið er í notkun beinmergsbora/nála.   Kennt er í litlum hópum, mest 6-8 manns í hóp. Um er að ræða stutta fyrirlestra en verkleg þjálfun er í fyrirrúmi. Notaðir eru fullkomnir barnahermar sem hannaðir eru fyrir sérhæfða endurlífgunarkennslu. 

Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá Bráðaskólanum.

Verð: 27.000 kr/nemar 22:000 kr

Dagsetning: 19.09 2014

Tímasetning: 09:00-17:00

Staðsetning: FIH Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík

Starfsmenntunarsjóður FÍH veitir styrki til félagsmanna til þátttöku á námskeiðum Bráðaskólans.