Bráðahjálp fullorðinna 1

Námsskeiðið er ætlað almenningi og fagfólki sem vill öðlast þekkingu og þjálfun í því hvernig bregðastIMG_6279sm.JPG á við bráðaaðstæðum þar sem fullorðnir eiga í hlut. Fjallað er um fjögur skref skyndihjálpar og þætti sem stuðla að skilvirkum samskiptum liðsmanns og stjórnanda á vettvangi (Crisis Resource Management). Þá er kennd og þjálfuð fyrsta skoðun fullorðinna (öndunarvegur, öndun, blóðrás, mat á meðvitund og líkamsmat). Fram fer kennsla og þjálfun í grunnendurlífgun ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja. Þjálfuð er áverkaskoðun frá toppi til táar (head to toe examination). Þjálfuð eru viðbrögð við bráðatilfellum, þ.á.m. drukknun, losun aðskotahlutar, slysum, bráðaofnæmi, krömpum, sykursýki o.fl. Kennslan byggist á stuttum fyrirlestrum um afmarkað efni og verklegri þjálfun í beinu framhaldi. Þá fer fram þjálfun í formi tilfellaþjálfunar þar sem sett eru á svið sjúkra- eða slysatilfelli sem hópurninn þarf að glíma við. Reynir þá á tæknilega færni, stjórnun og samvinnu á vettvangi. Notaðir eru við kennsluna fullkomnir hermar (SIMMAN) og (Laerdal Megacode Kelly).
Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá Bráðaskólanum.
Lengd námskeiðs: 8 klst