Bráðahjálp fullorðinna sniðin að þörfum hjúkrunarfræðinga

Námsskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum og nemum, veitir þekkingu og þjálfun í því hvernig bregðast eigi við bráðaaðstæðum þar sem fullorðnir eiga í hlut.
Fjallað er um fyrstu viðbrögð og þætti sem stuðla að skilvirkum samskiptum liðsmanns og stjórnanda á vettvangi (Crisis Resource Management). Þá er kennd og þjálfuð fyrsta skoðun fullorðinna (öndunarvegur, öndun, blóðrás, mat á meðvitund og líkamsmat). Fjallað er um vöktun og eftirlit mikið veikra sjúklinga. Fram fer kennsla og þjálfun í grunnendurlífgun ásamt notkun sjálfvirkra sem og AED hjartastuðtækja. Kennd er og þjálfuð er súrefnismeðferð, sogun, loftvegameðferð, munn við munn, munn við maska, öndunarhjálp með belg og maska, notkun á kokrennum og nefrennum. Kynntir eru Laryngeal maskar og Laryngeal túpur og þjálfuð aðstoð við bráðainnleiðslu og barkaþræðingu. Kynntir eru og æfð er notkun beinmergsbora/nála. Þjálfuð eru viðbrögð við bráðatilfellum, þ.á.m. ACS, hjartabilun,lungnaembólía, lost, losun aðskotahlutar, slysum, bráðaofnæmi, krömpum, sykursýki o.fl. 
Kennslan byggist á stuttum fyrirlestrum um afmarkað efni og verklegri þjálfun í beinu framhaldi. Þá fer fram þjálfun í formi tilfellaþjálfunar þar sem sett eru á svið sjúkra- eða slysatilfelli sem hópurninn þarf að glíma við. Reynir þá á tæknilega færni, stjórnun og samvinnu á vettvangi.
Notaður er við kennsluna fullkomnir sjúklingahermar, Simman og Megacode Kelly (Laerdal).
Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá Bráðaskólanum.

Lengd námskeiðs: 8 klst                                                                                                                                        

Næsta námskeið 20.09 2014

Tími: 09:00-17:00                                                                                                                                   

Verð: 27.000 kr /nemar: 22.000 kr