Fyrstu mínúturnar

Námsskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum. Þjálfuð eru viðbrögð hjúkrunarfræðinga fyrstu mínúturnar eftir að áfall verður þangað til sérhæfð aðstoð berst. Námskeiðið hentar því afar vel hjúkrunarfræðingum á legudeildum, hjúkrunardeildum og á heilsugæslu.

Kennd og þjálfuð er:

 • Aðkoma, öryggi og viðbrögð
 • Eftirlit og vöktun mikið veikra sjúklinga
 • ABCDE mat
 • Skoðun frá toppi til táar og mat m.t.t. áverka/sjúkdóma (head to toe examination)
 • Verkþáttaþjálfun
 • Loftvegameðferð og aðstoð við bráðainnleiðslu
 • Endurlífgun og notkun stuðtækja (sjálfvirk og hálfsjálfvirk)
 • Hálskragar og spelkun
 • Tilfellaþjálfun
 • Hermiþjálfun
 • Þjálfun í krísustjórnun (crisis resource management)

Lengd námskeiðs: 6 klst
Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá Bráðaskólanum.