Skyndihjálp

Bráðaskólinn býður upp á skyndihjálparnámsskeið skv. stöðlum Rauða kross Íslands.

Fjallað er um fjögur skref skyndihjálpar, grunnendurlífgun og notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja, skyndihjálp þegar um er að ræða bráð veikindi og sálræna skyndihjálp. Kennslan er á formi fyrirlestra og verklegrar þjálfunar.
Nemendur eiga kost á skírteini frá Rauða krossinum að námsskeiði loknu.

Lengd námskeiðs: 4 klst