Um okkur

Bráðaskólinn sf var stofnaður árið 2011. Stefna Bráðaskólans er að gera sem flestu fólki kleift að læra um bráðameðferð við slysum og veikindum og geta brugðist rétt við í bráðaaðstæðum. Þannig gætu allir orðið virkir þátttakendur ef bráður vandi steðjar að okkar nánustu og eða samborgurum.

Ásgeir Valur Snorrason, skólastjóri Bráðaskólans sf- Lauk hjúkrunarnámi frá Háskóla Íslands árið 1988. Útskrifaðist sem svæfingahjúkrunarfræðingur frá Nýja hjúkrunarskólanum/Háskóla Íslands í nóvember 1990. Vann fyrstu árin á svæfingadeildum Landakots og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Unnið frá 1993 á svæfingadeild Borgarspítalans, nú LSH í Fossvogi. Auk starfa sinna við svæfingar hefur hann mikla reynslu af hjúkrun flestra sjúklingahópa, m.a. á lyfjadeildum, skurðdeildum, hágæslu og gjörgæslu. Auk þess unnið í leyfum á sjúkrahúsum á landsbyggðinni og við virkjanaframkvæmdir. Þá hefur hann unnið á sjúkrahúsum í Noregi, mest á svæfingadeildum en einnig á gjörgæsludeildum, hágæsludeildum og slysadeild. Hann hefur komið að skipulagningu og kennslu í svæfingahjúkrun frá árinu 2000. Ásgeir lauk meistaragráðu í hjúkrun árið 2002 og starfar hann sem sérfræðingur í svæfingahjúkrun á  LSH. Hann hefur stundað stundakennslu við Háskóla Íslands, bæði í grunnámi og í sérnámi í svæfinga-, skurð-, gjörgæslu- og bráðahjúkrun.  Hann hefur komið að endurlífgunarkennslu hjúkrunarnema, svæfingahjúkrunarnema, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna um árabil. Hann er með námskeiðsstjóraréttindi og leiðbeinendaréttindi í sérhæfðri endurlífgun I og II (ALS, ILS) og leiðbeinendaréttindi sérhæfðri endurlífgun barna (EPLS). Hann er með leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp frá RKÍ. Hann er í hópi brautryðjenda í herminámi á Íslandi. Fór á leiðbeinendanámskeið í herminámi (5th European Simulator Instructor Course) árið 2007 sem og Train The Trainers leiðbeinendanámskeið í herminámi frá SAFER, Stavangri 2013. Ásgeir hefur starfað sem leiðbeinandi í herminámi fyrir heilbrigðisstéttir og nema á heilbrigðissviði um árabil. Hann hefur nýtt þekkingu sína á sviði hermináms í þágu nemenda í svæfingahjúkrun og er herminám mikilvægur þáttur í kennslu og þjálfun nemenda í svæfingahjúkrun.  Ásgeir sat í endurlífgunarráði Íslands frá árinu 2009-2013.        

Mail: asgeir@bradaskolinn.is                                                                                                                           

Sími: 8982609

Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir, framkvæmdarstjóri Bráðaskólans sf – Lauk námi  sjúkraliða við Sjúkraliðaskóla Íslands árið 1980 og vann við störf sjúkraliða hérlendis m.a við LSH til ársins 1981. Sesselja flutti til Þýskalands árið 1981 og vann m.a við liðagigtarsjúkrahús, gjörgæsludeild og fl. allt til ársins 1988 er hún hóf nám í hjúkrunarfræði við hjúkrunarskóla Alt-Perlacher Krankenhaus og lauk því námi árið 1990. Sesselja lauk framhaldsnámi í gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunarskóla Alt-Perlacher Krankenhaus árið 1994, lauk mentor-námskeiði árið 1994 og vann að þjálfun nýs starfsfólks og hjúkrunarnema á gjörgæsludeildum Alt-Perlacher krankenhaus og Krankenhaus Harlaching til ársins 2003 samhliða hjúkrun. Sesselja hefur einnig starfað á fjölda gjörgæsludeildum í Noregi.Sesselja lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun II (Aduld Live Support course), kennaranámskeiði í sérhæfðri endurlífgun II (General Instructor Course) árið 2007 og hefur námskeiðsstjóraréttindi síðan 2008. Hún hefur kennt og stjórnað sérhæfðum endurlífgunarnámskeiðum I og II (ALS, ILS) á vegum Landspítala Háskólasjúkrahúss síðan árið 2007. Sesselja lauk námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna II (European Pediatric Live Support) árið 2011 sem og Paediatric Basic árið 2013. Sesselja lauk, Train The Trainers leiðbeinendanámskeiði í herminámi frá SAFER, Stavangri 2013. Flutti inn Train The Trainer (SAFER) með Bráðaskólanum 2014 og skipulagði/kenndi á því námskeiði. Lauk Course Director Course (EuSIM) 2017. Lauk Basic for Nurses og Basic Instructor Course (Hong Kong) 2017. Sesselja hefur starfað sem leiðbeinandi í herminámi fyrir heilbrigðisstéttir um árabil og innleiddi herminám á heimaslóðum á gjörgæsludeild E-6, LSH 2014. Herminám er nú fastur liður í  þjálfun starfsfólks þar. Sesselja starfar á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi frá árinu 2003 og starfaði sem verkefnastjóri á LSH frá árinu 2008 til 1013 samhliða því. Sesselja er í hlutastarfi við kennslu í Kennslusetri LSH síðan 2017. Hún sat í endurlífgunarnefnd LSH frá árinu 2008-1011 og starfsmaður nefndarinnar frá 2008-2013. Sesselja sat í endurlífgunarráði Íslands frá árinu 2009-2013. Sesselja sat í fræðslunefnd gjörgæslufagdeildar hjúkrunarfélags Íslands frá árinu 2006-2008.Sesselja stofnaði Bráðaskólann sf 2010 (ásamt Ásgeir Val Snorrasyni) og starfað sem framkvæmdarstjóri og leiðbeinandi síðan 2010. Bráðaskólinn hefur sérhannað fjölda námskeiða, m.a Bráðahjálp við brunaáverkum hjá börnum og fullorðnum, Bráðahjálp við heila og taugasjúkdómum, Bráðahjálp fullorðinna fyrir hjúkrunarfræðinga, Bráðahjálp barna fyrir hjúkrunarfræðinga, Bráðasvæfingar og loftvegameðferð fyrir fagfólk. Námskeiðin eru öll heilsdags og kennt er í formi hermináms, fyrirlestra og verkstöðva. Sesselja er leiðbeinandi í skyndihjálp frá 2011 og kennt fjölda námskeiða.                                                                 

Mail: sesselja@bradaskolinn.is                                                                                                                     

Sími: 8412725