5 einkenni drukknunar
Share
Mikilvægur hluti þess að fyrirbyggja drukknun er að við berum kennsl á einkenni drukknunar en dukknun lítur yfirleitt allt öðruvísi út en við sjáum í þáttum og bíómyndum, þegar drukknandi manneskja baðar yfirleitt út öllum öngum og kallar á hjálp.
Hér fyrir neðan eru helstu einkenni drukknunar:
Þögn
Ólíkt því sem við sjáum í bíómyndum, þá er drukknun er yfirleitt hljóðlát - manneskja sem ekki getur andað vegna vatns í loftvegum, getur heldur ekki hrópað eða kallað á hjálp. Þetta á við um alla en sér í lagi börn, sem verða oft algjörlega hljóðlát þegar þau eru að drukkna.
Virðist róleg/ur
Manneskja sem er að drukkna, notar alla orkuna í að reyna að halda sér á floti. Gagnstætt því sem við sjáum fyrir okkur, er drukknandi manneskja því yfirleitt ekki að baða út öllum öngum heldur er viðkomandi yfirleitt rólegur að sjá en svarar síðan ekki ávarpi þegar betur er að gáð.
Lóðrétt líkamsstaða
Algengt er að drukknandi einstaklingur fari í lóðrétta líkamsstöðu í vatninu, með fætur niður og reyna að halda höfði fyrir ofan vatnið. Fæturnir eru annaðhvort máttlausir eða eins og verið sé að ganga upp ósýnilegan stiga. Augun eru lokuð eða fjarlæg og starandi.
Ekki endilega í kafi
Drukknandi einstaklingur er ekki endilega í kafi allan tímann - oft nær viðkomandi að teygja höfuðið upp úr vatninu en í of stutta stund til að ná andanum og fer svo í kaf aftur. Úr fjarlægð getur viðkomandi sýnst „bobba“ upp og niður.
Andköf og hröð öndun
Ef drukknandi einstaklingur er enn með lífsmarki, andar viðkomandi yfirleitt óeðlilega hratt eða tekur andköf inn á milli.
Ef þig grunar að einstaklingur sé í vandræðum í vatni, skaltu strax athuga málið. Hver sekúnda skiptir máli.
Var þessi grein gagnleg? Þú mátt endilega deila henni áfram til fjölskyldu og vina.