Skilmálar
Almennt
Bráðaskólinn sf.
Kt. 5003110960
Skrifstofa: Bæjarlind 14-16 Kópavogi (ath. ekki föst viðvera)
bradaskolinn@bradaskolinn.is
Bráðaskólinn sf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð- eða lagerupplýsinga og einnig að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Verð, skattar og gjöld
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Námskeið og kennsla eru ekki virðisaukaskyld vara en öll verð annarra vara í netversluninni (og sendingarkostnaður) eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Afhending vöru
Vörur eru sendar í pósti.
Þær vörur sem fara í póst er dreift af Póstinum og gilda afhendingar- og ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Bráðaskólinn sf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá vöruhúsi okkar til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Komi það upp að vara sé ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og annaðhvort bjóða endurgreiðslu eða tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Að skipta eða skila vöru
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd með millifærslu fyrir vörunni en flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Staðarnámskeið fást endurgreidd innan 14 daga frá kaupum, að því gefnu að námskeiðið sé ekki afstaðið og að ekki sé minna en 10 dagar þar til námskeiðið verður haldið. Netnámskeið sem þegar hafa verið afhent kaupanda svo sem á myndbandsupptöku, hljóðupptöku, í tölvupósti eða á annan hátt fást ekki endurgreidd.
Skil á vöru geta farið þannig fram að kaupandi skili vöru á skrifstofu okkar, Bæjarlind 14-16 (vinsamlega hafið samband fyrst á bradaskolinn@bradaskolinn.is til að mæla ykkur mót við okkur) eða sendi okkur vöruna með pósti á eigin kostnað.
Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið bradaskolinn@bradaskolinn.is með spurningar.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum vöru og sendingarkostnað ef þess er óskað, gegn því að gallaðri vöru sé skilað.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)