Bráðaskólinn
Ómstýrð uppsetning æðaleggja
Ómstýrð uppsetning æðaleggja
Couldn't load pickup availability
Lærðu að nota ómtæki til að auðvelda uppsetningu æðaleggja
Námskeið með áherslu á verklega þjálfun í ómstýrðri æðaleggjauppsetningu fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna, nema í heilbrigðisgreinum og aðra heilbrigðisstarfsmenn. Þátttakendur þurfa að búa yfir grunnfærni í hefðbundinni æðaleggjauppsetningu (t.d. hafa komið á grunnnámskeið í æðaleggjauppsetningu hjá Bráðaskólanum).
Lendirðu oft í erfiðu æðaaðgengi?
Hvort sem þú vinnur innan sjúkrahúss, á heilsugæslu, hjúkrunarheimili, utan bæjar eða innan, þá er nálarísetning til að taka blóðprufur eða setja upp æðaleggi mikilvægur hluti af vinnu langflestra heilbrigðisstarfsmanna. Yfirleitt gengur þetta snurðulaust fyrir sig en reglulega lendum við þó flest í því að skjólstæðingar okkar hafa erfitt æðaaðgengi af einhverjum orsökum. Í þessum tilfellum getur það skipt sköpum að kunna að nýta sér ómtæknina til þess að finna hentugar æðar, bæta upplifun sjúklinganna okkar og fækka misheppnuðum stungum.
Þetta námskeið mun veita þér þekkinguna og grunnhæfnina sem þú þarft til þess að geta byrjað að framkvæma ómstýrða uppsetningu æðaleggja. Við munum einnig prófa æðaskanna (AccuVein tækni) og sjá muninn á þessu tvennu. Það er svo undir þér komið að halda áfram að æfa þig að námskeiði loknu.
Þú munt læra:
✅ Hvernig þú notar æðaskanna til að finna æðar
✅ Grunntækni í ómun fyrir æðaleggjauppsetningu
✅ Hvernig þú notar ómtækið til að greina bláæðar frá slagæðum
✅ Dýnamíska vs. statíska ómtækni
✅ Ómstýrða uppsetningu æðaleggja skref-fyrir-skref
✅ Lausnir við ýmsum algengum vandamálum sem upp koma við ómstýrða æðaleggjauppsetningu
Fyrir hverja er þetta námskeið?
- Alla heilbrigðisstarfsmenn og nema í heilbrigðisgreinum sem þegar hafa grunnþekkingu í uppsetningu æðaleggja.
Uppsetning námskeiðsins
Tími: 2 klst.
Skipulag:
- Fyrirlestur um fræðin á bak við tæknina
- Verklegar æfingar þar sem þátttakendur æfa sig hvert á öðru
- Eingöngu 8 pláss á hverju námskeiði til að tryggja persónulega handleiðslu
- Innifalið er kaffi og konfekt auk skírteinis að námskeiði loknu.
Kennarar
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir á Bráðamóttökunni í Fossvogi, og Haukur Smári Hlynsson, svæfingahjúkrunarfræðingur.
Staðsetning
📍 Staðsetning: Bæjarlind 14-16, 2. hæð.
📅 Val er um 3 dagsetningar, sjá valmöguleika hér að ofan.
Við minnum á styrki stéttarfélaga.
👉 Ekki missa af þessu - taktu þitt pláss frá!
Deila
