Skip to product information
1 of 1

Bráðaskólinn

Saumanámskeið með Ottó lýtalækni - framhaldsnámskeið

Saumanámskeið með Ottó lýtalækni - framhaldsnámskeið

Regular price 29.900 ISK
Regular price Sale price 29.900 ISK
Sale Sold out
Dagsetning
Við erum sérstaklega stolt af því að geta boðið ykkur upp á framhaldsnámskeið í saumaskap sem kennt er af einum fremsta lýtalækni landsins, Ottó Guðjónssyni.

Þetta framhaldsnámskeið er fyrir þig ef þú hefur reynslu af saumaskap, kannt að sauma stök spor og hefur gott vald á kirurgiskum hnút en langar að bæta við þig þekkingu og færni í flóknari sporum. Á framhaldsnámskeiðinu eru enn færri pláss en á grunnnámskeiðinu til að tryggja ítarlega handleiðslu.
Þú munt læra:
- Mismunandi saumspor, t.d. horizontal og vertical mattressu, rennandi subcuticular saum, djúpa dermal sauma og horn saum fyrir Y og V laga sár.
- Hvernig við veljum saumspor fyrir hvert sár
- Fá tækifæri til að æfa þig undir handleiðslu
Innifalið í námskeiðsverði er:
- Fyrirlestur um fræðilega hlutann með glærum
- Sýnikennsla frá Ottó
- Allt efni til æfinga á staðnum
- Tími til að æfa undir handleiðslu Ottós
- Kaffi og konfekt í hléi
- Skírteini til staðfestingar á þátttöku (getur t.d. komið sér vel fyrir nema þegar sótt er um starf innan heilbrigðisgeirans)
Fyrir hverja?
Námskeiðið er opið öllu heilbrigðisstarfsfólki og nemum í heilbrigðisgreinum sem hafa nú þegar grunnkunnáttu í saumaskap.

15% afsláttur fyrir nema í heilbrigðisgreinum.
Athugið styrki stéttarfélaga, kvittun kemur í tölvupósti.
Kennslan mun fara fram að Hörgatúni 2.
Takmarkaður sætafjöldi til þess að Ottó geti leiðbeint nemendum sem best - tryggðu þér þitt pláss strax.

Við hlökkum til að sjá þig!
View full details