Skip to product information
1 of 1

Bráðaskólinn

Saumanámskeið með Ottó lýtalækni

Saumanámskeið með Ottó lýtalækni

Regular price 22.900 ISK
Regular price Sale price 22.900 ISK
Sale Sold out
Dagsetning
ATH. Uppselt er á námskeiðið í bili en stefnt er að fleiri námskeiðum eftir áramót - skráið ykkur á biðlista hér til þess að fá tölvupóst með upplýsingum um forskráningu þegar þar að kemur. Takk fyrir frábærar viðtökur!
Bráðaskólinn kynnir með stolti - saumanámskeið með Ottó Guðjónssyni lýtalækni!
Lýtalæknar hafa einstakt lag á saumaskap og mikla sérþekkingu á öramyndun eftir sár. Við erum því sérstaklega stolt af því að geta boðið ykkur upp á námskeið í saumaskap sem kennt er af einum fremsta lýtalækni landsins. Námskeiðið er sett upp þannig að hver og einn nemandi stjórnar sjálfur sínu erfiðleikastigi og hentar því bæði byrjendum sem eru að sauma sín fyrstu spor, sem og þeim sem hafa reynslu af saumaskap en langar að bæta við sig þekkingu og færni.
Þú munt læra:
- Hvaða sár þarf að sauma og hvaða sár má ekki sauma
- Muninn á mismunandi saumþráðum og hvernig við veljum hverju sinni
- Mismunandi saumspor allt frá einföldum, stökum saumum upp í flóknari sauma
- Hvernig við veljum saumspor fyrir hvert sár
- Fá tækifæri til að æfa þig undir handleiðslu
Innifalið í námskeiðsverði er:
- Fyrirlestur um fræðilega hlutann með glærum
- Sýnikennsla frá Ottó um bæði einföld, stök spor og flóknari kirurgiska sauma
- Allt efni til æfinga á staðnum
- Tími til að sauma undir handleiðslu Ottós
- Kaffi og konfekt í hléi
- Skírteini til staðfestingar á þátttöku (getur t.d. komið sér vel fyrir nema þegar sótt er um starf innan heilbrigðisgeirans)
Fyrir hverja?
Námskeiðið er opið öllu heilbrigðisstarfsfólki og nemum í heilbrigðisgreinum óháð námslengd og starfsvettvangi en hentar að okkar mati sérstaklega vel fyrir klíníska læknanema, sérnámsgrunnlækna, sérnámslækna, lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslum, ljósmæður og ljósmóðurnema.
Val er um nokkrar dagsetningar, sjá fellilista.

Námskeiðsverð er kr. 22.900 á mann, 15% afsláttur fyrir nema í heilbrigðisgreinum.
Athugið styrki stéttarfélaga, kvittun kemur í tölvupósti.
Kennslan mun fara fram að Hörgatúni 2.
Takmarkaður sætafjöldi til þess að Ottó geti leiðbeint nemendum sem best - tryggðu þér þitt pláss strax.

Við hlökkum til að sjá þig!
View full details